Fjármál

Fjármálayfirlit 2014

ÞSSÍ ráðstafaði 1,594,6 milljónum króna til tvíhliða þróunaraðstoðar á árinu 2014 sem er 13% lækkun frá árinu 2013. Framlög Íslands til þróunarsamvinnu námu 0,21% af vergum þjóðartekjum árið 2014, en var 0,23% árið á undan, og nam hlutdeild ÞSSÍ 38,6% af þeirri upphæð.

Framlög eftir löndum


Til Malaví var varið sem nemur 36% af heildarframlögum stofnunarinnar, eða 578 milljónum króna sem er 9% lækkun framlaga milli ára. Til Úganda var ráðstafað 23% af heildinni eða um 362 milljónum króna sem er 26% lækkun milli ára. Til Mósambík var ráðstafað 20% af heildinni eða um 320 milljónum króna sem er svipað og árið á undan. Til jarðhitaverkefna og samstarfs var varið 200 milljónum króna eða 13% af heildinni sem er svipað og árið áður. Útgjöld til aðalskrifstofu námu 114 milljónum króna og lækkuðu um 14% milli ára og voru 7% af heildarráðstöfun ÞSSÍ.

Framlög eftir málaflokkum


Nánast jafn miklu var varið til fiskimála og í félagslega innviði á árinu 2014, um 315 milljónum í hvorn málaflokk sem er um 20% af heildarframlögum í þessa málaflokka. Árið á undan var varið mestu til fiskimála eða 27% svo það er helsta breytingin milli ára. Í mennta- og heilbrigðismál er líka varið svipuðu og á síðasta ári, 14% af heildinni eða um 228 milljónum í hvorn málaflokk.  Framlög til orkumála standa nánast í stað en til vatns- og hreinlætismála fer 11% af heildarframlögum sem er veruleg hækkun milli ár. Til kynningar- og útbreiðslumála fer áfram um 2% af heildarframlögum stofnunarinnar.Fjármál