Ársskýrsla 2013

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur það hlutverk að vinna að tvíhliða samstarfi Íslands við þróunarríki. Áhersla er lögð á samvinnu við fátækar þjóðir þar sem lífskjör eru lökust. Samstarfsþjóðir Íslendinga á árinu 2013 voru þrjár: Malaví, Mósambík og Úganda. Einnig var unnið að svæðaverkefni á sviði jarðhita í austanverðri Afríku.


Malaví

 • Framlag ÞSSÍ 2013
 • 632 milljónir króna
 • Mannfjöldi
 • 16,4 milljónir
 • Sæti á lífskjaralista SÞ
 • 170
Lesa meira

Mósambík

 • Framlag ÞSSÍ 2013
 • 345 milljónir króna
 • Mannfjöldi
 • 25,8 milljónir
 • Sæti á lífskjaralista SÞ
 • 185
Lesa meira

Úganda

 • Framlag ÞSSÍ 2013
 • 488 milljónir króna
 • Mannfjöldi
 • 37,6 milljónir
 • Sæti á lífskjaralista SÞ
 • 161
Lesa meira

Gerum meira - gerum betur.

Dei er lítill bær í norður Úganda þar sem áin Níl rennur út úr Albertvatni áleiðis inn í Suður Súdan. Þarna lifir fólk af fiskveiðum og það er fátækt. Mörg börn sýna greinileg merki vannæringar þrátt fyrir próteinríkan fiskinn í vatninu.

Lesa meira

Skýrslan
á pdf formi

Skýrslan á pdf formi Sækja (1 MB)